Þjóðskrá18. desember 2019

Breytingar á lögum um kynrænt sjálfræði

Framkvæmd leiðréttinga á skráðu kyni breytist vegna lagabreytinga.

Þjóðskrá Íslands verður heimilt að leiðrétta skráningu kyns einstaklinga í þjóðskrá sem búsettir eru erlendis þegar breyting á lögum um kynrænt sjálfræði tekur gildi með birtingu í Stjórnartíðindum. Framkvæmd við leiðréttingu á skráðu kyni einstaklinga í þjóðskrá breytist með breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt var á Alþingi þann 17. desember sl. Þeir sem óska eftir leiðréttingu á skráðu kyni er jafnframt heimilt að breyta nafni sínu.

Nauðsynlegt var að gera breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði til þess að tryggja Þjóðskrá Íslands lögsögu til að taka til efnislegrar meðferðar beiðnir íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis um breytingar á kynskráningu og samhliða nafnbreytingu. Framangreind breyting á einungis við í tilfellum einstaklinga sem breyta kyni sínu og nafni á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði. Einstaklingar búsettir erlendis sem einungis óska að breyta nafni sínu verða áfram að leita til stjórnvalda þess ríkis þar sem þeir eru búsettir. 

Í ljósi þessa undirbýr Þjóðskrá Íslands núna þær breytingar sem nauðsynlegar eru á skráningarferlum til að leiðrétting á skráðu kyni sé í samræmi við framangreindar breytingar.

 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar