Þjóðskrá08. janúar 2020

Dulið lögheimili og aðsetur

Þann 1. janúar 2020 tók í gildi 7. gr. laga um lögheimili og aðsetur nr. 80/2018, sbr. 12 gr. reglugerðar nr. 1277/2018.

Þann 1. janúar 2020 tók í gildi 7. gr. laga um lögheimili og aðsetur nr. 80/2018, sbr. 12 gr. reglugerðar nr. 1277/2018. Samkvæmt þeim getur Þjóðskrá Íslands heimilað einstaklingi og fjölskyldu hans að fá lögheimili sitt dulið í þjóðskrá og að því verði ekki miðlað til annarra en tiltekinna opinbera aðila. Staðfesting frá lögreglustjóra þarf ávallt að berast með beiðni um dulið lögheimili.

Til að bregðast við ákvæði laganna þá mun Þjóðskrá Íslands í tilvikum sem þessum skrá lögheimili einstaklings sem ótilgreint í tilteknu sveitarfélagi. Lögheimili viðkomandi verður ekki lengur miðlað nema til þeirra opinberu aðila sem lögreglustjóri hefur staðfest að megi fá aðgang að tilteknum upplýsingum. Þessi breyting getur þá haft í för með sér að viðkomandi fær ekki lengur sendan bréfpóst þar sem fyrirtæki og stofnanir hafa ekki lengur aðgang að lögheimilisupplýsingum viðkomandi.

Dulið lögheimili gildir aðeins í eitt ár í senn og þarf Þjóðskrá Íslands að berast beiðni um framlengingu á duldu lögheimili fyrir lok gildistíma. Ef beiðni um framlengingu berst ekki stofnuninni verður lögheimili aðila miðlað að nýju. Upplýsingar um niðurfellingu berast á pósthólf viðkomandi á Ísland.is. 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar