Um 12.200 kaupsamningum var þinglýst árið 2019 og námu heildarviðskipti með fasteignir 560 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern samning var um 46 milljónir króna. Til samanburðar má sjá að árið 2018 var veltan 536 milljarðar, kaupsamningar 12.202 og meðalupphæð hvers samnings um 44 milljónir króna.
Heildarvelta fasteignaviðskipta árið 2019 jókst því um 4,4% samanborið við 2018 en fjöldi kaupsamninga hefur staðið í stað á milli ára.
Sé litið til höfuðborgarsvæðisins var heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga 416 milljarðar króna, kaupsamningar um 7.700 talsins og meðalupphæð á hvern samning um 54 milljónir króna. Heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 var 396 milljarðar króna og fjöldi kaupsamninga var 7.705. Meðalupphæð samninga árið 2018 var 51 milljón króna.
Heildarvelta á höfuðborgarsvæðinu árið 2019 jókst því um 4,9% samanborið við 2018 en fjöldi kaupsamninga hefur staðið í stað á milli ára.
Smelltu hér ef þú vilt skoða tímaraðir með veltu og fjölda kaupsamninga. Ef þú vilt ekki láta Excel opnast í vafranum, þá getur þú hægri smellt og valið "Save target/link as" og fært skjalið niður á harða diskinn og opnað það síðan í Excel.
Skrá á póstlista markaðsfrétta ÞÍ.
Útgáfuáætlun ÞÍ.
Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.