Þjóðskrá25. febrúar 2020

Samstarfssamningur undirritaður við Hagstofu Íslands

Samstarfssamningur um upplýsingamiðlun var í dag undirritaður á milli Hagstofu Íslands og Þjóðskrár Íslands.

Samstarfssamningur um upplýsingamiðlun var í dag undirritaður á milli Hagstofu Íslands og Þjóðskrár Íslands.


Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri, og Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, undirrituðu samninginn í húsakynnum Hagstofunnar.

Tilgangur samningsins er að kveða á um hvernig samstarfi Hagstofunnar og Þjóðskrár Íslands um upplýsingagjöf og gagnamiðlun skuli vera háttað, en stofnanirnar tvær hafa á liðnum árum átt farsælt samstarf.



 
Frá undirritun samstarfssamningsins. Fremri röð frá vinstri: Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri, og Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands. Aftari röð frá vinstri: Hrafnhildur Arnkelsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs Hagstofunnar, Áslaug Dagbjört Benónýsdóttir, gæðastjóri Hagstofunnar, Guðni Rúnar Gíslason, deildarstjóri upplýsinga- og samskiptadeildar Þjóðskrár Íslands, og Björg Finnbogadóttir, lögfræðingur hjá Þjóðskrá Íslands.

 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar