Þjóðskrá02. mars 2020

Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum - mars 2020

Heildarfjöldi íbúa á öllu landinu var 365.313 í byrjun mars og er það fjölgun um 1.185 (0,3%) frá því 1. desember 2019.

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 618 á tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. mars sl. Næstmest fjölgun átti sér stað í Kópavogsbæ en þar fjölgaði íbúum um 181 yfir sama tímabil. 

Hlutfallslega mest fjölgun í Ásahreppi

Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Ásahrepps fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna þrjá mánuði eða um 3,6%, en íbúum þar fjölgaði úr 251 í 260 íbúa.  

Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Svalbarðsstrandarhreppi eða um 5,0%. Þá fækkaði íbúum í 26 sveitarfélögum af 72 á ofangreindu tímabili. 

Fækkun í þremur landshlutum

Fækkun varð í þremur landshlutum, þ.e. Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vesturlandi.

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 917 og á Suðurnesjum um 181. Íbúum á Norðurlandi vestra fækkaði um 15 og á Norðurlandi eystra um 58.  

Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir sveitafélögum og samanburð við íbúatölur frá 1. desember 2018 og 2019.  

Stöplarit sem sýnir fjöldabreytingu íbúa eftir landshlutum

 

Tölurnar styðjast við búsetuskráningu í þjóðskrá.

Skrá á póstlista ÞÍ.

Útgáfuáætlun ÞÍ.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar