Þjóðskrá23. mars 2020

Eingöngu rafræn afgreiðsla - afgreiðsla lokar

Afgreiðsla Þjóðskrár Íslands verður lokuð frá og með morgundeginum 24. mars og eingöngu verður boðið upp á rafræna afgreiðslu mála.

Afgreiðsla Þjóðskrár Íslands verður lokuð frá og með morgundeginum 24. mars og eingöngu verður boðið upp á rafræna afgreiðslu mála. Er þetta gert vegna yfirstandandi faraldurs (Covid-19). Þjóðskrá Íslands tilkynnir um leið og breytingar verða á þessu fyrirkomulagi. 

Fyrir þá sem eiga eftir að tilkynna flutning til landsins erlendis frá eða fyrir önnur mál þá er viðskiptavinum bent á að hafa samband við þjónustuver á skra@skra.is eða í síma 515-5300.

 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar