Þjóðskrá21. apríl 2020

Opnað fyrir rafræna söfnun meðmælenda

Meðmælendakerfi hefur verið opnað fyrir skráningu og söfnun meðmælenda fyrir komandi forsetakjör.

Þjóðskrá Íslands hefur undanfarna daga og vikur unnið að því að koma upp rafrænni söfnun meðmælenda fyrir forsetakjör sem ráðgert er að fari fram þann 27. júní næstkomandi. Ákveðið var að heimila rafræna söfnun meðmælenda í ljósi yfirstandandi faraldurs eins og fram kom í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Verkefnið um rafræna söfnun meðmælenda er unnið í samstarfi við dómsmálaráðuneytið, verkefnastofu um stafrænt Ísland og Advania. 

Einstaklingar geta skráð sig sem meðmælendur hjá frambjóðendum inn á þar til gerðu svæði á Ísland.is. Þar má jafnframt finna leiðbeiningar fyrir frambjóðendur og starfsmenn þeirra þegar kemur að skráningu framboðs fyrir söfnun meðmælenda sem og skráningu meðmæla sem safnað er á pappír. 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar