Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 959 á tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. maí sl. Það sveitarfélag sem kemur næst var Garðabær en þar fjölgaði íbúum um 208 á sama tímabili.
Hlutfallslega mest fjölgun í Mýrdalshrepp
Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Mýrdalshrepp fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna fimm mánuði eða um 8,2% en íbúum þar fjölgaði þó aðeins um 59 íbúa.
Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Svalbarðsstrandarhreppi eða um 5,0%. Þá fækkaði íbúum í 23 sveitarfélagi af 72 á ofangreindu tímabili.
Fækkun í tveimur landshlutum
Lítilsháttar fækkun varð í tveimur landshlutum, Vestfjörðum og á Norðurlandi eystra.
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 1.460 og á Suðurlandi um 340 en íbúum á Vestfjörðum fækkaði um 20 íbúa og íbúum á Norðurlandi eystra fækkaði um 39.
Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir sveitafélögum og samanburð við íbúatölur frá 1. desember 2018 og 2019.
Hér má sjá excel töflu yfir fjölda íbúa eftir sveitafélögum þann 1. desember 2018, 1. desember 2019 og þann 1. apríl 2020.
Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.