Þjóðskrá11. maí 2020

Skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög í maí 2020

Alls voru 230.741 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. maí síðastliðinn skv. skráningu Þjóðskrár Íslands.

 

Alls voru 230.741 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. maí síðastliðinn skv. skráningu Þjóðskrár Íslands. Næst kemur Kaþólska kirkjan með 14.653 meðlimi og

Fríkirkjan í Reykjavík með 10.005 meðlimi.

Fjölgun mest í siðmennt

Frá 1. desember sl. hefur fjölgunin verið mest í Siðmennt eða um 190 meðlimi.  Í ásatrúarfélaginu hefur fjölgað um 147 meðlimi. Mest fækkun var í þjóðkirkjunni eða um 413

og í zuism fækkaði um  124 meðlimi. 

Alls eru rúmlega 7% landsmanna skráð utan trú- og lífsskoðunarfélaga

Alls voru 26.525 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. maí sl. eða 7,2% landsmanna. Alls eru 53.973 landsmanna með ótilgreinda skráningu eða 14,7%. 

Hér má sjá töflu yfir fjölda skráðra eftir trú- og lífsskoðunarfélög þann 1. maí sl.  og samanburð við tölur frá 1. desember 2018 og 2019.   

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar