Þjóðskrá26. maí 2020

Viðskipti með atvinnuhúsnæði í apríl 2020

Í apríl 2020 var 19 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst. Heildarfasteignamat seldra eigna var 2.326 milljónir króna.

 
Þjóðskrá Íslands birtir upplýsingar um umsvif á markaði með atvinnuhúsnæði.

Í apríl 2020 var 19 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst. Heildarfasteignamat seldra eigna var 2.326 milljónir króna. Af þessum skjölum voru 6 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði.

Á sama tíma var 21 skjali (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins þinglýst. Heildarfasteignamat seldra eigna var 740 milljónir króna.

Á sama tíma voru 6 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá. Heildarupphæð þeirra var 494 milljón króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 439 milljónir króna. Af þessum samningum voru 2 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Á sama tíma voru 13 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins skráðir í kaupskrá. Heildarupphæð þeirra var 302 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 233 milljónir króna.

Meðfylgjandi excel skjal sýnir tímaröð með sömu upplýsingum, auk nánari sundurgreiningar.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.



Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar