Þjóðskrá27. maí 2020

Rafræn meðmæli í miklum meirihluta fyrir forsetakjör

87,% meðmæla var safnað rafrænt fyrir forsetakjör 2020

Söfnun og skráningu meðmælenda fyrir forsetakjör 2020 er lokið en í fyrsta sinn var boðið upp á rafræna söfnun meðmæla fyrir kosningar hér á landi. 8.752 meðmælum var safnað rafrænt í meðmælendakerfi sem Þjóðskrá Íslands veitir framboðum og yfirkjörstjórnum aðgang að. Það gera 87,5% af heildarfjölda meðmæla sem var skráð í kerfið en samtals voru 10.000 meðmæli skráð frá 9.991 einstaklingi.

Alls voru sex framboð sem söfnuðu meðmælum. Samtals voru 1.248 undirskriftir á pappírslistum skráðar í meðmælendakerfið en 8.752 rafræn meðmæli.

Þess má geta að ef einstaklingur skráir sig sem meðmælandi hjá fleiri en einu framboði þá leiðir það til ógildingar allra meðmæla viðkomandi. Einnig fá skráðir meðmælendur staðfestingu þess efnis í pósthólfið sitt á Ísland.is.

Sjá nánari tölfræði um fjölda meðmæla hér að neðan:

Helstu tölur um fjölda meðmælenda Fjöldi
Fjöldi meðmæla 10.000
Fjöldi einstaklinga sem skráðu sig á meðmælendalista 9.991
Fjöldi rafrænna meðmæla 8.752
Fjöldi skráðra meðmæla á pappír 1.248
Hlutfall rafrænna meðmæla 87,5%

Fjöldi meðmæla eftir landsfjórðungum

Búseta Samtals fjöldi
Austfirðingafjórðungur 339
Norðlendingafjórðungur 1.112
Sunnlendingafjórðungur 8.096
Vestfirðingafjórðungur 442
Búsettur erlendis 11
Samtals 10.000

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar