Þjóðskrá29. maí 2020

Skráning fæddra, látinna og nýskráning erlendra ríkisborgara á 1. ársfjórðungi 2020

Alls voru skráðir 1.080 nýfæddir einstaklingar á 1. ársfjórðungi ársins, 1.679 nýskráðir erlendir ríkisborgarar og 56 nýskráðir Íslendingar en það eru íslensk börn sem fædd eru erlendis.

 

Alls voru skráðir 1.080 nýfæddir einstaklingar á 1. ársfjórðungi ársins, 1.679 nýskráðir erlendir ríkisborgarar og 56 nýskráðir Íslendingar en það eru íslensk börn sem fædd eru

erlendis.  Alls var tilkynnt um 635 andlát.

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum var á síðasta ári alls 4.432 nýfæddir einstaklingar skráðir í þjóðskrá sem er aukning frá sama tíma í fyrra um ríflega 5,3%.

Samdráttur var hins vegar í skráningu erlendra ríkisborgara. Á síðasta ári voru 8.773 erlendir ríkisborgarar skráðir til landsins en á ári þar á undan voru það 10.820. Þetta er

samdráttur upp á 18,9%. 


Hér má sjá töflu yfir fjölda fæddra innanlands og Íslenskra ríkisborgara erlendis og skráning erlendra ríkisborgara til landsins auk fjölda látinna. 

Ath. tölurnar byggjast á tilkynningum sem hafa borist til Þjóðskrár Íslands.
 

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar