Þjóðskrá03. júní 2020

Viðmiðunardagur fyrir kjör forseta er 6. júní

Lögheimilisflutningar þurfa að hafa borist fyrir 6. júní til að hafa gildi fyrir kjör forseta Íslands sem fer fram 27. júní næstkomandi.

Viðmiðunardagur fyrir komandi kjör til forseta Íslands er 6. júní næstkomandi. Finna má ýmsar upplýsingar um kosningarnar á kosning.is en kosningarnar fara fram 27. júní næstkomandi. Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 5. júní nk. hefur ekki áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast í síðasta lagi 5. júní eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir uppflettiviðmót fyrir einstaklinga til að athuga hvar þeir eigi að kjósa þann 8. júní næstkomandi.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar