Þjóðskrá09. júní 2020

Kjör forseta - hvar á ég að kjósa?

Opnað hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni svo að einstaklingar geti kannað kjörgengi og hvar þeir eigi að kjósa.

Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni svo kjósendur í kjöri forseta geti með einföldum hætti kannað hvort þeir eru skráðir á kjörskrá í kosningunum 27. júní næstkomandi. Ekki er flett upp í þjóðskrá heldur er flett upp í kjörskrárstofni. Að kjördegi loknum verður lokað fyrir aðgang að uppflettingunni.

Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Einnig birtast upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Flutningur lögheimilis eftir viðmiðunardag 6. júní. júlí, breytir ekki skráningu á kjörskrá.

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar