Alls voru 50.880 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi þann 4. ágúst 2020 og fjölgaði þeim um 1.533 frá 1. desember síðastliðnum. Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru búsettir hér á landi um 1.957 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Pólskum ríkisborgurum sem búsettir eru hér á landi fjölgaði á ofangreindu tímabili um 310 einstaklinga. Næst mest fjölgun var meðal rúmenskra ríkisborgara eða um 200.
Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2018, 1. desember 2019 og þann 4. ágúst 2020.
Þessar tölur eru byggðar á skráningu þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.