Þjóðskrá14. september 2020

Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi þann 1. september 2020

Alls voru 51.079 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. september 2020 og fjölgaði þeim um 1.732 frá 1. desember sl.

 
Alls voru 51.079 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. september 2020 og fjölgaði þeim um 1.732  frá 1. desember sl.  Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru með skráða búsetu hér á landi um 2.291.
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofannefndu tímabili um 372 einstaklinga.  Næst mest fjölgun var meðal rúmenskra ríkisborgara eða um 213. 

Mest hlutfallsleg fjölgun er meðal einstaklinga með venesúelskt ríkisfang eða um 112,6% frá 1. desember sl.

Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2018, 1. desember 2019 og þann 1. september 2020. 

Þessar tölur eru byggðar á skráningu þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar