Þjóðskrá16. október 2020

Mánaðarleg fasteignavelta í september 2020

Fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum í september 2020 á landinu öllu var 1.420 talsins og var upphæð viðskiptanna samtals tæplega 69 milljarðar króna þegar miðað er við útgáfudagsetningu. Þegar september 2020 er borinn saman við ágúst 2020 fjölgar kaupsamningum um 9,8% og velta hækkar um 12,9%.

 

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman upplýsingar um veltu á fasteignamarkaði eftir landshlutum í september 2020 samkvæmt þinglýstum gögnum. Fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á landinu öllu var 1.420 talsins og var upphæð viðskiptanna tæplega 69 milljarðar króna þegar miðað er við útgáfudagsetningu. Þegar september 2020 er borinn saman við ágúst 2020 fjölgar kaupsamningum um 9,8% og velta hækkar um 12,9%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði samningum með íbúðarhúsnæði um 7,7% á milli mánaða og velta hækkaði um 13,7%.

Fasteignavelta í milljónum króna
 
Alls
Sérbýli
Fjölbýli
Atvinnueignir
Sumarhús
Annað
Heildarvelta í síðasta mánuði
68.565
20.046
45.643
1.732
688
460
Þar af höfuðborgarsvæðið
51.803
10.848
39.427
1.242
99
188
Fjöldi kaupsamninga
 
Alls
Sérbýli
Fjölbýli
Atvinnueignir
Sumarhús
Annað
Kaupsamningar í síðasta mánuði
1.420
351
956
52
45
16
Þar af höfuðborgarsvæðið
913
136
746
26
4
1

Ný aðferðafræði

Þjóðskrá Íslands hefur endurmetið aðferðafræði fyrir útgáfu á gögnum um fjölda kaupsamninga og veltu byggt á þinglýstum kaupsamningum. Með nýrri aðferðafræði er komið í veg fyrir að tafir í skönnun kaupsamninga geri það að verkum að kaupsamningar komi ekki fram í gögnunum. Gögnin eru nú uppfærð í hverjum mánuði og því geta veltutölur uppfærst til hækkunar fyrir síðastliðna mánuði ef nýir samningar eru skráðir fyrir undangengna mánuði. 

Önnur nýjung í þessari útgáfu felur í sér að veltutölur eru birtar bæði eftir þinglýsingardagsetningu og útgáfudagsetningu kaupsamninga, í stað einungis þinglýsingardagsetningu áður. Þannig fæst betri mynd af þróun á fasteignamarkaði. Athugið að kaupsamningar geta verið að berast inn til þinglýsingar í nokkurn tíma eftir útgáfudagsetningu (sem er við undirritun).

Hægt er að sjá veltu á fasteignamarkaði frá júní 2006 til dagsins í dag í nýju skjali sem Þjóðskrá Íslands gefur út þar sem gögnunum er skipt í flokka eftir landshlutum.  


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar