Þjóðskrá08. desember 2020

Skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög - desember 2020

Alls voru 229.747 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. desember síðastliðinn skv. skráningu Þjóðskrár Ísland og hefur skráðum meðlimum í þjóðkirkjunni fækkað um 1.407 meðlimi síðastliðna tólf mánuði.

 
Alls voru 229.747 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. desember síðastliðinn skv. skráningu Þjóðskrár Íslands. Næst kemur Kaþólska kirkjan með 14.650 meðlimi og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.030 meðlimi.

Fjölgun mest í siðmennt 

Frá 1. desember sl. hefur fjölgunin verið mest í Siðmennt eða um 562 meðlimi.  Í Ásatrúarfélaginu hefur fjölgað um 366 meðlimi.  Mest fækkun var í þjóðkirkjunni eða um 1.407 og í zuism fækkaði um 332 meðlimi. 

Alls eru rúmlega 7% landsmanna skráð utan trú- og lífsskoðunarfélaga

Alls voru 27.728 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. desember sl. eða 7,5% landsmanna. Alls eru 55.319 landsmanna með ótilgreinda skráningu eða 15,0%. 
Hér má sjá töflu yfir fjölda skráðra eftir trú- og lífsskoðunarfélögum þann 1. desember sl. og samanburð við tölur frá 1. desember 2018 og 2019.

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar