Þjóðskrá10. desember 2020

Þjóðskrá Íslands stígur fjórða Græna skrefið

Umhverfisstofnun lauk við úttekt á starfsstöðvum Þjóðskrár Íslands í desember sem hefur nú náð fjórða skrefinu af fimm í verkefninu um Græn skref í ríkisrekstri.

Í dag, fimmtudaginn 10. desember, hlaut Þjóðskrá Íslands viðurkenningu fyrir að ná skrefum þrjú og fjögur í Grænum skrefum í ríkisrekstri fyrir báðar starfsstöðvar sínar í Reykjavík og á Akureyri. Viðurkenningin var veitt á opnum fjarfundi, en úttekt á starfseminni fór fram fimmtudaginn 3. desember á fjarfundi.

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, sem annast verkefnið, hittu umhverfishóp Þjóðskrár Íslands og voru aðgerðir Þjóðskrár ræddar og farið yfir þau atriði sem þarf að uppfylla til að öðlast viðurkenninguna. Með þessu vinnur Þjóðskrá Íslands áfram samkvæmt umhverfisstefnu stofnunarinnar. Áætlað er að stofnunin klári fimmta og síðasta skrefið í Grænum skrefum á næsta ári og jafnframt setji sér loftlagsstefnu eins og kveðið er á í lögum um loftlagsmál 70/2012.

Þjóðskrá Íslands rekur tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Reykjavík. Í báðum byggingum eru fleiri ríkisstofnanir og hefur á milli þeirra stofnanna myndast gott samband til að vinna áfram að sameiginlegum verkefnum sem tengjast Grænum skrefum. Þjóðskrá Íslands er þar í fararbroddi og mun halda því samstarfi áfram til að lágmarka umhverfisáhrif stofnana. Þannig getur stofnunin haldið áfram stöðugum úrbótum sem og að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar í Grænum skrefum sem og í samfélaginu almennt.

 

Afhending fór fram á fjarfundi.

 

Afhending fór fram á fjarfundi.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar