26
FEB
Fjöldi vegabréfa - janúar 2021
Í janúar 2021 voru 358 íslensk vegabréf gefin út. Til samanb...
Karfan þín inniheldur engar vörur.
Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara sem eru með skráða búsetu hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2020.
Hlutfall erlendra ríkisborgara er afar breytilegt milli sveitarfélaga eða frá rúmum 44% niður í 1% þó að jafnaði sé hlutfallið um 14% þegar horft er til allra sveitarfélaga.
Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara eru í Mýrdalshreppi. Alls eru 47,3% íbúa hreppsins með erlend ríkisfang. Þann 1. desember sl. voru 361 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu í Mýrdalshreppi af alls 764 íbúum hreppsins.
Næst hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Skaftárhreppi með 33,2% og Súðavíkurhreppur með 31,2% íbúa.
Þess má geta að það sveitarfélag sem er með lægsta hlutfall íbúa með erlend ríkisfang er Árneshreppur en einn íbúi hreppsins er með erlend ríkisfang í hreppnum sem gerir rúmt 2,5% íbúa.
Þegar horft er til landshluta þá er hæsta hlutfall íbúa með erlend ríkisfang á Suðurnesjum með 23,4% íbúa og Vestfirðir koma næst með 17,1% íbúa. Lægsta hlutfall íbúa með erlend ríkisfang er á Norðurlandi eystra með 8,2%.
Hér má sjá töflu yfir fjölda erlendra ríkisborgara eftir sveitarfélögum þann 1. desember 2020.