Fólk04. febrúar 2021

Skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög - febrúar 2021

Alls voru 229.6538 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. febrúar síðastliðinn skv. skráningu Þjóðskrár Íslands.

 
Alls voru 229.6538 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. febrúar síðastliðinn skv. skráningu Þjóðskrár Íslands. Næst kemur Kaþólska kirkjan með 14.637 meðlimi og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.019 meðlimi.

Fjölgun mest í siðmennt 

Frá 1. desember 2020 sl. hefur fjölgunin verið mest í Siðmennt eða um 83 meðlimi.  Í Ásatrúarfélaginu hefur fjölgað um 64 meðlimi.  Mest fækkun var í  zuism eða um 105 meðlimi og í þjóðkirkjunni um 64 meðlimi. 

Nýtt trúfélag

Í janúar sl. var nýtt trúfélag skráð í þjóðskrá. Það er Wat Phra búddistasamtökin og telur það nú 48 meðlimi. Eru nú 53 skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög.

Alls eru 7,6% landsmanna skráð utan trú- og lífsskoðunarfélaga

Alls voru 28.0449 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. febrúar sl. eða 7,6% landsmanna. Alls eru 55.397 landsmanna með ótilgreinda skráningu eða 15,0%. 
Hér má sjá töflu yfir fjölda skráðra eftir trú- og lífsskoðunarfélögum þann 1. febrúar sl. og samanburð við tölur frá 1. desember 2019 og 2020. 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar