Þjóðskrá04. mars 2021

Nýr vefur Þjóðskrár í loftið

Nýr vefur og nýtt merki Þjóðskrár er afrakstur samstarfs við hönnunarfyrirtækið Döðlur. Jafnframt má finna nýjungar eins og Fasteignagáttina og endurhannað pöntunarferli vottorða á nýjum vef.

Nýr vefur Þjóðskrár er kominn í loftið en samhliða nýjum vef tekur stofnunin í notkun nýtt merki. Bæði vefurinn og merki Þjóðskrár er afrakstur samstarfs við hönnunarfyrirtækið Döðlur sem sáu um hönnun og útlit fyrir Þjóðskrá.

Á nýjum vef er lögð áhersla á að leiðakerfi fyrir notendur sé einfalt og notendavænt og í samræmi við vefstefnu Þjóðskrár. Má þar meðal annars nefna að pöntunarferli vottorða hefur verið endurhannað til að auðvelda viðskiptavinum leit að rétta vottorðinu.

Jafnframt birtir Þjóðskrá nú allar fasteignaupplýsingar undir Fasteignagátt Þjóðskrár þar sem má finna allar helstu upplýsingar um fasteignir og markaðsviðskipti með fasteignir. Þar á meðal er ný birting á fjölda íbúða þar sem finna má yfirlit yfir fjölda fullbúinna og ófullbúinna íbúða hverju sinni eftir landshlutum, sveitarfélögum og tegundum íbúða. Gögnin eru uppfærð með sjálfvirkum hætti á hverjum degi og því má alltaf ganga að því vísu að um sé að ræða nýjustu upplýsingar hverju sinni.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar