Fjölgun mest í siðmennt
Frá 1. desember 2020 sl. hefur fjölgunin verið mest í Siðmennt eða um 108 meðlimi. Í Ásatrúarfélaginu hefur fjölgað um 79 meðlimi. Mest fækkun var í zuism eða um 121 meðlimi og í þjóðkirkjunni um 62 meðlimi.
Alls eru 7,6% landsmanna skráð utan trú- og lífsskoðunarfélaga
Alls voru 28.151 einstaklingur skráður utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. mars sl. eða 7,6% landsmanna. Alls eru 55.838 manns með ótilgreinda skráningu eða 15,0%.
Hér má sjá töflu yfir fjölda skráðra eftir trú- og lífsskoðunarfélögum þann 1. mars sl. og samanburð við tölur frá 1. desember 2019 og 2020.