Helstu breytingar frá síðustu útgáfu eru eftirfarandi.
- Hægt er að skrá 999 rými innan hæðar.
- Gæða athugun er aukin með talsvert ítarlegri villuleit.
- Hægt er að láta töfluna reikna um leið og fyllt er út í hana.
- Taflan reiknar hlutfallstölur í matshluta, heildar húsi og lóð.
- Hægt er merkja við upphituð rými og þá reiknar taflan hlutfall í hitakostnaði.
- Taflan reiknar flatarmál nýtingarhlutfalls á lóð ef fyllt er í dálkinn stærð lóðar.
- Skrá skal tegund rýma og fjölda eins og taflan tilgreinir.
- Hægt er að skrá A -lokun svala.
Athugasemdir og breytingatillögur við töfluna óskast sendar Þjóðskrá á netfangið skraningartafla@skra.is.
Skráningartaflan er í þróun og mælum við með að sækja reglulega uppfærslur á vef Þjóðskrár www.skra.is.