Fasteignir09. mars 2021

Þjóðskrá hefur gefið út nýja skráningartöflu fyrir mannvirki, útgáfa 5.00.

Helstu breytingar eru meðal annars þær að nú er hægt að skrá 999 rými innan hæðar, gæða athugun er aukin ásamt fleiru.

Helstu breytingar frá síðustu útgáfu eru eftirfarandi.

  • Hægt er að skrá 999 rými innan hæðar.
  • Gæða athugun er aukin með talsvert ítarlegri villuleit.
  • Hægt er að láta töfluna reikna um leið og fyllt er út í hana.
  • Taflan reiknar hlutfallstölur í matshluta, heildar húsi og lóð.
  • Hægt er merkja við upphituð rými og þá reiknar taflan hlutfall í hitakostnaði.
  • Taflan reiknar flatarmál nýtingarhlutfalls á lóð ef fyllt er í dálkinn stærð lóðar.
  • Skrá skal tegund rýma og fjölda eins og taflan tilgreinir.
  • Hægt er að skrá A -lokun svala.

Athugasemdir og breytingatillögur við töfluna óskast sendar Þjóðskrá á netfangið skraningartafla@skra.is.

Skráningartaflan er í þróun og mælum við með að sækja reglulega uppfærslur á vef Þjóðskrár www.skra.is.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar