Fasteignir26. mars 2021

Endurbætt birting á upplýsingum um sumarhús

Þjóðskrá birtir nú sjálfvirka uppfærslu á tölum um fjölda sumarhúsa eftir sveitarfélögum og landshlutum í Fasteignagátt Þjóðskrár. Gögnin eru sjálfvirkt uppfærð á hverjum degi og ná aftur til 2005.

Finna má endurbætta birtingu á upplýsingum um fjölda sumarhúsa í Fasteignagátt Þjóðskrár. Ný birting felur í sér sjálfvirka uppfærslu á fjölda sumarhúsa eftir sveitarfélögum og landshlutum. Hlaða má gögnunum niður og fá þau framsett í töflu.

Skoða má upplýsingar aftur til 2005 en tölur fyrir 2021 eru uppfærðar á degi hverjum. Allar tölur eru áramótastöður nema fyrir núverandi ár sem er staðan í dag. Gögnin taka til sumarhúsa sem eru skráð í fasteignaskrá og miðast við núverandi afmarkanir sveitarfélaga. Þannig eru eldri tölur fyrir sveitarfélög sem hafa sameinast undir hatti hins nýja sveitarfélags.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar