Nýjar upplýsingar um stærðir íbúða eru nú birtar í Fasteignagátt Þjóðskrár.
Þar má finna yfirlit yfir meðalstærðir og miðgildi íbúða í fjölbýli og sérbýli hverju sinni eftir byggingarárum. Skoða má gögnin bæði eftir landshlutum og sveitarfélögum.
Gögnin eru uppfærð með sjálfvirkum hætti á hverjum degi og því má alltaf ganga að því vísu að um sé að ræða nýjustu upplýsingar hverju sinni samkvæmt skráningu í fasteignaskrá.
Nánar um gögnin:
- Um er að ræða meðaltöl og miðgildi fermetra fyrir allar matseiningar í Fasteignaskrá sem eru skráðar sem íbúðir og hafa fengið úthlutað byggingarári samkvæmt skráningu byggingarfulltrúa.
- Allar tölur eru áramótastöður í lok árs nema fyrir núverandi ár en þær tölur eru uppfærðar sjálfkrafa einu sinni á dag.
- Eignir eru taldar sem sérbýli ef um er að ræða einbýli, parhús eða raðhús. Aðrar íbúðareignir teljast sem fjölbýli.
- Meðaltöl og miðgildi fermetra innan hvers sveitarfélags miðast við núverandi afmarkanir sveitarfélaga.