Fólk30. apríl 2021

Breytt kerfiskennitala frá og með 1. nóvember 2021

Miðlun á nýrri kerfiskennitölu hefst 1. nóvember 2021 en breyttar kröfur voru gerðar til kerfiskennitölunnar með tilkomu laga um skráningu einstaklinga.

Með lögum um skráningu einstaklinga nr. 140/2019 kom krafa um breytta birtingamynd kerfiskennitölunnar. Samkvæmt lögunum skulu kerfiskennitölur vera aðgreindar með sýnilegum hætti frá kennitölum einstaklinga í þjóðskrá. Ákvæðið tekur gildi 1.maí 2021 en miðlun á kerfiskennitölunni hefst 1.nóvember 2021 og verður ný kerfiskennitöluskrá tekin í notkun sama dag. Athugið að kerfiskennitölur á núverandi formi verða óvirkar frá og með 1. nóvember 2021 þegar ný miðlun fer í gang. 

Þjóðskrá hélt opinn fund 1. júlí 2020 þar sem kynntar voru þrjár tillögur að nýrri útfærslu á kerfiskennitölunni og í framhaldinu voru útfærslurnar settar inn í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Niðurstaða umsagnanna var kerfiskennitala sem samanstendur af tíu tölustöfum, hefst á 8 eða 9 án vartöluprófunar. Aðrar tölur í kerfiskennitölu en sú fyrsta verði tilviljanakenndar og var breyting kynnt í nóvember 2020. 

Dæmi um breytinguna: 010373-1589 verður 892350-1739 


Fimmtudaginn 20. maí 2021 klukkan 13:00 hélt Þjóðskrá rafrænan upplýsingafund fyrir þá sem sjá um tæknilegar útfærslur fyrir kerfiskennitölu í kerfum fyrirtækja. 

Gott er að senda spurningar varðandi kerfiskennitölur á skra@skra.is
Gera má ráð fyrir fleiri upplýsingafundum í framhaldinu ef þörf er á.

Hægt er að finna prófunargögn inn á opingogn.is

Nánari upplýsingar um kerfiskennitölur er að finna hér.

 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar