Fasteignir17. maí 2021

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í mars 2021 - leiðrétting

Þjóðskrá birtir hér með leiðrétta vísitölu kaupverðs fyrir mars 2021. Við yfirferð kom í ljós villa í birtum tölum fyrir mars sem birtar voru 20. apríl síðastliðinn. Þjóðskrá biðst velvirðingar á þessu. Leiðrétt útgáfa af frétt af vísitölu kaupverðs birtist hér að neðan. Þjóðskrá vekur athygli á því að vísitala kaupverðs fyrir apríl verður birt á morgun 18. maí samkvæmt útgáfuáætlun. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 711,7 stig í mars 2021 (janúar 1994=100) og hækkar um 3,3% á milli mánaða. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 4,0%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 6,5% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 10,7%.

 

Þjóðskrá birtir hér með leiðrétta vísitölu kaupverðs fyrir mars 2021. Við yfirferð kom í ljós villa í birtum tölum fyrir mars sem birtar voru 20. apríl síðastliðinn. Þjóðskrá biðst velvirðingar á þessu. Leiðrétt útgáfa af frétt af vísitölu kaupverðs birtist hér að neðan. Þjóðskrá vekur athygli á því að vísitala kaupverðs fyrir apríl verður birt á morgun 18. maí samkvæmt útgáfuáætlun.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 711,7 stig í mars 2021  (janúar 1994=100) og hækkar um 3,3% á milli mánaða. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 4,0%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 6,5% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 10,7%.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði.

Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Þjóðskrá Íslands áskilur sér rétt til að endurskoða vísitöluna aftur í tímann í ljósi fyllri gagna eða fágaðri aðferðafræði. Vísitalan er ekki ætluð til að verðtryggja fjárskuldbindingar. Hægt er að nálgast upplýsingar á um vísitöluna í Fasteignagátt Þjóðskrár.

Öllum eru heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar