Eigendur fasteigna geta nú nálgast tilkynningarseðil um mat á eignum sínum í pósthólfinu á www.island.is.
Fasteignir eru endurmetnar árlega út frá nýjustu matsforsendum og byggir matið meðal annars á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2021. Það tekur gildi 31. desember 2021 og gildir fyrir árið 2022. Frestur til að gera athugasemdir við nýtt fasteignamat er til 30. desember 2021.