Alls voru 53.973 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. október sl. og fjölgaði þeim um 2.595 frá 1. desember 2020.
Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru með skráða búsetu hér á landi um 3.489 einstaklinga.
Pólskum ríkisborgurum er farið að fjölga að nýju og hefur þeim fjölgað á ofangreindu tímabili um 149 einstaklinga. Litháískum ríkisborgurum fjölgaði um 111 á sama tímabili.
Á ofangreindu tímabili fjölgaði rúmenskum ríkisborgurum um 388 einstaklinga eða 17,3% og bandarískum ríkisborgurum fjölgaði um 138 einstaklinga eða 16,1%.
Þann 1. október eru einstaklingar með 160 erlend ríkisföng búsett hér á landi.
Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2019 til 2020 og 1. október 2021.
Þessar tölur eru byggðar á skráningu þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.