Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um veltu á fasteignamarkaði eftir landshlutum í september 2021 samkvæmt þinglýstum gögnum. Fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á landinu öllu var 1.237 og var upphæð viðskiptanna um 66,8 milljarður króna þegar miðað er við útgáfudagsetningu. Þegar september 2021 er borinn saman við ágúst 2021 fjölgaði kaupsamningum um 10% og velta jókst um 18,3%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði samningum um 12,7% á milli mánaða og velta jókst um 20,5%.
Alls
|
Sérbýli
|
Fjölbýli
|
Atvinnueignir
|
Sumarhús
|
Annað
|
|
---|---|---|---|---|---|---|
Heildarvelta í síðasta mánuði |
66.793
|
18.469
|
38.612
|
7.867
|
1.120
|
728
|
Þar af höfuðborgarsvæðið |
46.462
|
9.003 | 30.664 | 6.514 | 145 |
137 |
Alls
|
Sérbýli
|
Fjölbýli
|
Atvinnueignir
|
Sumarhús
|
Annað
|
|
---|---|---|---|---|---|---|
Kaupsamningar í síðasta mánuði |
1.237
|
307
|
793
|
74
|
47
|
16
|
Þar af höfuðborgarsvæðið |
710
|
103
|
555
|
43
|
5
|
4
|
Hægt er að sjá veltu á fasteignamarkaði frá júní 2006 til dagsins í dag í skjali sem Þjóðskrá gefur út þar sem gögnunum er skipt í flokka eftir landshlutum og tegund húsnæðis. Fréttin er birt með þeim fyrirvara að ekki er búið að skanna og skrá alla samninga sem heyra til síðasta mánaðar, tölurnar verða því uppfærðar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar í fasteignagátt Þjóðskrár.