Fólk26. nóvember 2021

Stofnun hjúskapar og lögskilnaðar

Alls gengu 530 einstaklingar í hjúskap og 84 skildu í ágúst 2021

 
Hjúskapur
Af þeim 530 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í ágúst mánuði gengu 144 í hjúskap hjá sýslumanni eða 27,2%, 252 giftu sig í Þjóðkirkjunni eða 47,5% og 76 einstaklingar gengu í hjúskap í öðru trú- eða lífsskoðunarfélagi eða 14,3% og loks gengu 56 einstaklingar 
í hjúskap erlendis og loks 2 sem gengu í hjúskap erlendis af íslenskum presti sem hefur réttindi til að gifta fólk erlendis.
 
Skilnaðir
Alls skildu 84 einstaklingar sem eru skráðir í þjóðskrá í ágúst sl. Þar af gengu 82 frá lögskilnaði sínum hjá sýslumanni og 2 gengu frá lögskilnaði sínum fyrir dómi. 

Hér má sjá lista yfir fjölda einstaklinga sem gengu í hjúskap og skildu á árunum 1990 til 2021. 

Ath. tölurnar byggjast á tilkynningum um lögskilnað og stofnun hjúskapar til Þjóðskrár Íslands.

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar