Fólk02. desember 2021

Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum þann 1. desember 2021

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.479 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. desember sl. og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði um 781 íbúa á sama tímabili.

 
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.479 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. desember sl. og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði um 781 íbúa á sama tímabili.  Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á umræddu tímabili um 370.  

Hlutfallslega mest fjölgun í Helgafellssveit
Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Helgafellssveitar fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna níu mánuði eða um 21,5% en íbúum þar fjölgaði um 14 íbúa.  Næst kemur Tjörneshreppur með 8,9% fjölgun en íbúum í sveitarfélaginu fjölgaði aðeins um 5. 

Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Eyja- og Miklaholtshreppi um 15,8% og Skorradalshreppi um 10,8%.  Þá fækkaði íbúum í 22 sveitarfélögum af 69 á ofangreindu tímabili.  

Fjölgun í öllum landshlutum
Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum. Hlutfallslega mest var fjölgunin á Suðurlandi eða um 3,3% og á Suðurnesjum um 2,9%.

Hér er skrá yfir fjölda íbúa eftir sveitafélögum og samanburð við íbúatölur frá 1. desember 2019 og 2020.

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar