Fasteignir06. desember 2021

Þjóðskrá gefur út áætlað brunabótamat á nýjar húseignir

Áætlað brunabótamat er nú birt húseigendum þannig að þeir fá upplýsingar um leið og hægt er hvert áætlað brunabótamat eignar verður við lok byggingar.

Þjóðskrá hefur hafið birtingu á áætluðu brunabótamati til eigenda nýrra húseigna. Er þessi breyting gerð til að auka gagnsæi gagnvart húseigendum og gefa þeim upplýsingar um hvert brunabótamat eignarinnar verður miðað við framkomnar skráningarupplýsingar um eignina. Með þessu móti getur eigandi húseignar jafnframt upplýst þriðju aðila eins og fjármálastofnanir eða aðra um áætlað brunabótamat ef þörf er á.

Húseigenda er skylt að brunatryggja allar húseignir og skal meta vátryggingarskyldar húseignir eigi síðar en fjórum vikum eftir að byggingu þeirra lýkur eða þær hafa verið teknar í notkun. Fasteignaeigandi ber ábyrgð á að tilkynna vátryggingarfélagi um lok byggingar eða notkun húseignar og einnig óska eftir brunabótamati frá Þjóðskrá. Með þessari breytingu geta húseigendur nú vitað hvert áætlað brunabótamat eignarinnar er miðað við innsendar upplýsingar og geta þá gert athugasemdir ef þörf er á strax eftir að áætlað mat hefur verið birt húseigenda.

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar