Alls voru 54.891 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. desember sl. og fjölgaði þeim um 3.513 frá 1. desember 2020 eða um 6,8%.
Erlendir ríkisborgarar eru því við upphaf mánaðarins 14,5% landsmanna.
Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru með skráða búsetu hér á landi um 3.821 einstaklinga eða um 1,2%.
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 313 einstaklinga og voru 21.182 talsins um síðustu mánaðarmót eða 5,6% landsmanna.
Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2019 til 2020 og 1. desember 2021.
Þessar tölur eru byggðar á skráningu þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.
Erlendir ríkisborgarar eru því við upphaf mánaðarins 14,5% landsmanna.
Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru með skráða búsetu hér á landi um 3.821 einstaklinga eða um 1,2%.
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 313 einstaklinga og voru 21.182 talsins um síðustu mánaðarmót eða 5,6% landsmanna.
Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2019 til 2020 og 1. desember 2021.
Þessar tölur eru byggðar á skráningu þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.