Fasteignir21. desember 2021

Miðað verður við nafnvirði í stað núvirts kaupverðs í útreikningum vísitölu

Frá áramótum verðum skráningu fjármögnunar á kaupsamningum hætt og útreikningur vísitölu íbúðaverðs mun miðast við nafnvirði kaupsamninga í stað núvirts kaupverðs.

Þjóðskrá Íslands mun frá og með áramótum reikna vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu út frá nafnvirði kaupsamninga í stað núvirts kaupverðs. Þar með verður skráning fjármögnunar á kaupverði hætt.

Meginástæður fyrir þessum breytingum eru eftirfarandi:
• Núvirðing hefur litla sem enga kosti umfram nafnvirði samnings við útreikning á vísitölu íbúðarhúsnæðis þar sem greiðslur milli kaupenda og seljanda eru í flestum tilfellum kláraðar á stuttu tímabili.
• Skráning þeirra greiðsluupplýsinga sem notaðar eru til grundvallar núvirðingar er tímafrek, stundum háð óvissu og byggir á upplýsingum sem í sumum tilvikum eiga eftir að breytast við endanlega fjármögnun íbúðakaupa.

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar