Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.420 íbúa á tímabilinu frá 1. janúar 2021 til 1. janúar 2022 og íbúum Garðabæjar fjölgaði um 760 íbúa á sama tímabili. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á umræddu tímabili um 416.
Hlutfallslega mest fjölgun í Helgafellssveit
Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Helgafellssveitar fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna tólf mánuði eða um 19,7% en íbúum þar fjölgaði um 13 íbúa. Næst kemur Tjörneshreppur með 8,9% fjölgun en íbúum í sveitarfélaginu fjölgaði um 5.
Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Eyja- og Miklaholtshreppi um 15,1% og Skorradalshreppi um 9,1%. Þá fækkaði íbúum í 18 sveitarfélögum af 69 á ofangreindu tímabili.
Fjölgun í öllum landshlutum
Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum. Hlutfallslega mest var fjölgunin á Suðurlandi eða um 3,3% og á Suðurnesjum um 3,2%.
Hér er skrá yfir fjölda íbúa eftir sveitafélögum og samanburð við íbúatölur frá 1. janúar 2021 og 2022.
Þjóðskrá03. janúar 2022
Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum 1. janúar 2022
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.420 íbúa á tímabilinu frá 1. janúar 2021 til 1. janúar 2022 og íbúum Garðabæjar fjölgaði um 760 íbúa á sama tímabili. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á umræddu tímabili um 416.