Fasteignir01. febrúar 2022

Nýjar upplýsingar um kaupendur íbúða á vef Þjóðskrár

Þjóðskrá hefur birt upplýsingar um kaupendur íbúða í Fasteignagátt Þjóðskrár. Þar má meðal annars sjá meðalaldur kaupenda og meðalverð í viðskiptum eftir landshlutum.

Þjóðskrá hefur endurbætt upplýsingagjöf um kaupendur íbúða á fasteignamarkaði. Finna má talnaefni um kaupendur í Fasteignagátt Þjóðskrár. Nýja birtingin sýnir meðal annars meðalaldur fasteignakaupenda, fjölda kaupenda, meðalstærð íbúðarhúsnæðis og meðalverð í viðskiptum fyrir fasteignakaupendur eftir ársfjórðungum og árum. Birtingin byggir á skráningu þinglýstra kaupsamninga hjá Þjóðskrá og eru kaupendur skilgreindir sem þeir einstaklingar sem eru skráðir sem kaupendur í þinglýstum kaupsamningi.

Gögn um kaupendur uppfærast sjálfvirkt eftir því sem nýjar upplýsingar eru skráðar.

Hér má sjá samantekt af því sem meðal annars má lesa út úr gögnunum um kaupendur:

  • Á fjórða ársfjórðungi voru 4544 kaupendur og meðalaldur þeirra 41,2 ár. Meðalstærð íbúða í viðskiptum var 126,4 fermetrar og meðalkaupverð 61 milljón króna.
  • Hæsta meðalkaupverðið var á höfuðborgarsvæðinu þar sem það var um 70,7 milljónir króna en lægst á Vestfjörðum þar sem meðalkaupverð var 25,4 milljónir króna.
  • Hæsti meðalaldur íbúðakaupenda var á Suðurlandi. 42,9 ár en lægsti meðalaldur á Suðurnesjum eða 37,4 ár.
  • Íbúðareignir í viðskiptum voru stærstar að meðaltali á Norðurlandi vestra eða um 164,6 fermetrar en minnstar á Norðurlandi eystra þar sem eignir voru um 116,9 fermetrar að meðaltali á fjórða ársfjórðungi. 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar