Þjóðskrá hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni svo kjósendur í sveitarfélögunum Blönduósbæ og Húnavatnshreppi, Eyja- og Miklaholtshreppi og Snæfellsbæ ásamt Akrahreppi og Sveitarfélaginu Skagafirði, geti með einföldum hætti kannað hvort þeir eru skráðir á kjörskrá í sameiningarkosningum 19. febrúar næstkomandi.
Ekki er flett upp í þjóðskrá heldur er flett upp í kjörskrárstofni. Að kjördegi loknum verður lokað fyrir aðgang að uppflettingunni.
Þegar kennitala er slegin inn kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Þá birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.