Þjóðskrá nýtur trausts á meðal almennings og hefur aldrei mælst ofar í traustskönnun sem Gallup framkvæmdi nýverið. Í könnuninni var spurt um traust til stofnunarinnar og hversu vel einstaklingar þekkja til þjónustu og starfsemi Þjóðskrár. Helstu niðurstöður er þessar:
- 98% svarenda þekkja til starfsemi Þjóðskrár
- 73% svarenda bera mikið traust til Þjóðskrár
- Einungis 3% svarenda bera lítið traust til Þjóðskrár.
- Í samanburði Gallup við aðrar stofnanir er Þjóðskrá Íslands á meðal þeirra efstu ásamt Landhelgisgæslunni, Embætti forseta Íslands og Háskóla Íslands.