Fasteignir25. mars 2022

Lögbýlaskrá 2021 er komin út

Lögbýlaskrá fyrir árið 2021 er komin út en skráin er gefin út árlega fyrir allt landið á grundvelli upplýsinga úr þinglýsingarbók og fasteignaskrá.

Lögbýlaskrá 2021Frá árinu 2010 hefur Þjóðskrá haft það hlutverk að gefa út lögbýlaskrána og er haldið utan um hana í réttindahluta fasteignaskrár.

Samkvæmt jarðalögum teljast það lögbýli sem hafa fengið útgefið sérstakt leyfi frá ráðherra um lögbýlisrétt og skal því leyfi þinglýst. Við þinglýsinguna fær viðkomandi eign sérstaka merkingu í þinglýsingarhluta fasteignaskrár og birtist í næstu lögbýlaskrá sem gefin verður út.

Í lögbýlaskránni sem nú hefur verið gefin út er að finna upplýsingar um rúmlega 6760 lögbýli sem skráð eru á landinu í dag.

Sækja Lögbýlaskrá


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar