Innviðaráðuneytið og sjö fagstofnanir þess þar með talin Þjóðskrá, óska eftir tillögum um hvernig megi einfalda regluverk og bæta þjónustu á vegum ráðuneytisins.
Allir eiga kost á því að taka þátt í netkönnuninni til og með 6. maí nk. í samráðsgátt stjórnvalda og munu niðurstöður berast ráðuneytinu.
Ábendingar geta verið af ýmsum toga og geta snúið að íþyngjandi reglum, skorti á leiðbeiningum eða upplýsingum, hvar þjónustuferlar gætu verið betri eða stafrænni eða hvort þjónustu vanti eða þurfi að breyta vegna breytinga í samfélaginu.
Markmiðið með könnuninni er að greina hvort og hvar lagðar eru óþarfar, flóknar eða óljósar byrðar á einstaklinga, fyrirtæki eða félagasamtök sem þurfa þjónustu eða leita erinda hjá ráðuneytinu eða stofnunum þess.