Fólk13. apríl 2022

Flutningar innanlands í mars 2022

Í mars tilkynntu alls 4.522 einstaklingar um flutninga innanlands. Þetta er umtalsverð aukning miðað við mánuðinn á undan en samdráttur miðað við sama mánuð í fyrra, þá tilkynntu 5.378 einstaklingar um flutning.

Þjóðskrá mun hér eftir birta mánaðarlegar fréttir um flutninga innanlands. Gögnin eru byggð á tilkynningum sem berast stofnuninni í hverjum mánuði. 

 

Fjöldi tilkynninga um flutning innanlands eftir mánuðum

 

Þegar horft er til flutninga innan og milli landshluta þá kemur í ljós að 1.802 einstaklingar fluttu lögheimili sl. mars í Reykjavík.  Af þeim fluttu 308 einstaklingar sig um set til nágrannasveitarfélaganna innan höfuðborgarsvæðisins en 1.307 einstaklingar fluttu innan Reykjavíkur.

Á Norðurlandi eystra fluttu 314 lögheimili sitt í síðasta mánuði. Þar af fluttu 251 innan landshlutans en 101 til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar af 22 til Reykjavíkur.

Fjöldi flutninga milli landshluta

Frá / Til Austur- land Hbsv. utan Reykjavík Norðurland eystra Norðurland vestra Reykjavík Suður- land Suður- nes Vest- firðir Vestur- land Samtals
Austurland 75 2 3 0 14 3 5 0 1 103
Hbsv. utan Reykjavík 4 719 18 1 366 25 35 6 35 1.209
Norðurland eystra 7 79 251 2 22 8 12 3 0 314
Norðurland vestra 0 7 4 54 6 2 0 0 1 74
Reykjavík 9 308 42 15 1.307 49 35 11 26 1.802
Suðurland 10 35 2 1 59 216 7 1 6 337
Suðurnes 2 51 10 1 45 13 339 5 2 468
Vestfirðir 1 0 1 0 11 0 3 49 0 65
Vesturland 3 21 7 0 13 1 2 2 101 150
Samtals 111 1.152 338 74 1.843 317 438 77 172 4.522

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar