Fólk07. júlí 2022

Skráning í trú - og lífsskoðunarfélög í júlí 2022

Alls voru 228.298 einstaklingur skráður í þjóðkirkjuna þann 1. júlí sl. skv. skráningu Þjóðskrár og hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um 968 einstaklinga síðan 1. desember 2021.

 
Alls voru 228.298 einstaklingur skráður í þjóðkirkjuna þann 1. júlí sl.  skv. skráningu Þjóðskrár og hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um 968 einstaklinga síðan 1. desember 2021.  

Næst fjölmennasta trúfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 14.709 skráða meðlimi og hefur þeim fækkað um 28 á áðurnefndu tímabili eða um 0,2%. 

Fjölgað mest í Siðmennt
Frá 1. desember sl. hefur fjölgunin verið mest í Siðmennt eða um 289 meðlimi, sem er 6,3% fjölgun.  Mest hlutfallsleg fjölgun var í ICCI trúfélagi um 30,7% en nú eru 328 meðlimir skráðir í félaginu. 

Alls voru 29.620 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða 7,8% landsmanna.  

Hér má sjá töflu yfir fjölda skráðra eftir trú- og lífsskoðunarfélögum þann 1. maí sl. og samanburð við tölur frá 1. desember 2020 og 2021. 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar