Alls skráðu 4.647 einstaklingar flutning innanlands í september til Þjóðskrár. Þetta er fækkun frá síðasta mánuði um 10,8% þegar 5.208 einstaklingar skráðu flutning innanlands og einnig talsverð fækkun frá sama mánuði á síðasta ári en þá skráðu 5.453 einstaklingar flutning innanlands.
Þegar horft er til flutninga innan og milli landshluta þá kemur í ljós að 2.845 einstaklingar fluttu lögheimili sl. mánuð á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim fluttu 2.446 einstaklingar innan svæðisins.
Á Suðurnesjum fluttu 434 lögheimili í síðusta mánuði. Þar af fluttu fluttu 303 innan landshlutans og 100 til höfuðborgarsvæðisins.
Á Suðurlandi fluttu 462 lögheimili sitt í síðasta mánuði. Þar af fluttu 317 innan landshlutans en 109 til höfuðborgarsvæðisins.
Flutningur innan og milli landshluta
Frá / til | Höfuðborgar- svæðið | Suðurnes | Vesturland | Vestfirðir | Norðurland- vestra |
Norðurland- eystra |
Austurland | Suðurland | Alls frá |
Höfuðborgarsvæðið | 2.446 | 100 | 45 | 44 | 26 | 52 | 23 | 109 | 2.845 |
Suðurnes | 103 | 303 | 5 | 5 | 3 | 8 | 3 | 7 | 437 |
Vesturland | 42 | 6 | 147 | 6 | 6 | 5 | 1 | 5 | 218 |
Vestfirðir | 21 | 5 | 12 | 81 | 0 | 11 | 0 | 10 | 140 |
Norðurland vestra | 20 | 2 | 0 | 0 | 55 | 2 | 1 | 3 | 83 |
Norðurland eystra | 55 | 10 | 2 | 4 | 5 | 263 | 5 | 4 | 348 |
Austurland | 22 | 2 | 0 | 1 | 0 | 9 | 109 | 7 | 150 |
Suðurland | 79 | 6 | 6 | 7 | 2 | 3 | 6 | 317 | 426 |
Alls til | 2.788 | 434 | 217 | 146 | 97 | 353 | 148 | 462 | 4.647 |