Aron var vinsælasta fyrsta eiginnafn meðal nýfæddra drengja á síðasta ári en þar á eftir komu Jökull og Alexander.
Embla var vinsælast meðal nýfæddra stúlkna, svo koma nöfnin Emilía og Sara.
Hægt er að sjá nánara niðurbrot í Þjóðskrárgáttinni
Vinsælustu fyrstu eiginnöfnin 2021
Samanburður milli ára
Ef horft er á samanburð milli ára má sjá að drengjanafnið Aron stendur í stað frá fyrra ári og heldur fyrsta sæti. Jökull tekur stökk frá 20. sæti í 2. sæti en Alexander lækkar lítillega. Hvað stúlkurnar varðar má sjá að Embla trónir á toppnum, þar á eftir Emilía og Sara. Nafnið Saga hækkar mikið á milli ára, fer úr 80. sæti í það 9.
Nafn | 2021 | 2020 | Breyting |
Aron | 1 | 1 | |
Jökull | 2 | 20 | |
Alexander | 3 | 2 | |
Kári | 4 | 4 | |
Emil | 5 | 3 | |
Jón | 6 | 6 | |
Óliver | 7 | 12 | |
Mikael | 8 | 10 | |
Matthías | 9 | 9 | |
Elmar | 10 | 19 |
Nafn | 2021 | 2020 | Breyting |
Embla | 1 | 8 | |
Emilía | 2 | 3 | |
Sara | 3 | 5 | |
Sóley | 4 | 7 | |
Matthildur | 5 | 26 | |
Aþena | 6 | 15 | |
Katla | 7 | 24 | |
Guðrún | 8 | 28 | |
Saga | 9 | 80 | |
Eva | 10 | 9 |
Vinsælustu fyrstu eiginnöfnin 2021 eftir landshlutum
Við samanburð á landshlutum má sjá hjá drengjum að nöfnin Aron og Jökull eru vinsælust í tveimur landshlutum. Hjá stúlkum eru engir tveir landhlutar með sama vinsælasta fyrsta eiginnafnið.
Algengustu fyrstu eiginnöfnin
Algengustu fyrstu eiginnöfnin á landinu má sjá hér að neðan. Með algengustu fyrstu eiginnöfnin er átt við alla núlifandi Íslendinga. Fjöldatölur miðast við 27. okt 2022
Röð | Nafn | Fjöldi |
1 | Anna | 6.175 |
2 | Jón | 5.652 |
3 | Guðrún | 5.003 |
4 | Sigurður | 4.497 |
5 | Guðmundur | 4.253 |
6 | Kristín | 3.892 |
7 | Sigríður | 3.553 |
8 | Gunnar | 3.517 |
9 | Margrét | 3.213 |
10 | Helga | 3.061 |
Fjöldi einstaklinga sem fæddust árið 2021 og var gefið annað eiginnafn var 4.419 eða 90,8% af heildinni. Þór var vinsælasta nafnið meðal drengja en þar á eftir komu Freyr og Máni. Vinsælasta nafnið meðal stúlkna var Rós og þar á eftir nöfnin Björk og Ósk.
Hægt er að sjá nánara niðurbrot í Þjóðskrárgáttinni
Vinsælustu önnur eiginnöfn 2021
Samanburður milli ára
Ef horft er á samanburð milli ára má sjá að drengjanafnið Þór stendur í stað frá fyrra ári og heldur fyrsta sæti. Freyr hækkar lítillega en Máni lækkar um eitt sæti. Hvað stúlkurnar varðar má sjá að Rós trónir á toppnum og hækkar um þrjú sæti frá fyrra ári. Björk hækkar og Ósk stendur í stað. Nöfnin Orri og Ýr koma sterk inn á topp 10 listann.
Nafn | 2021 | 2020 | Breyting |
Þór | 1 | 1 | |
Freyr | 2 | 5 | |
Máni | 3 | 2 | |
Logi | 4 | 14 | |
Orri | 5 | 16 | |
Ingi | 6 | 11 | |
Leó | 7 | 13 | |
Örn | 8 | 3 | |
Hrafn | 9 | 4 | |
Kári | 10 | 7 |
Nafn | 2021 | 2020 | Breyting |
Rós | 1 | 4 | |
Björk | 2 | 5 | |
Ósk | 3 | 3 | |
María | 4 | 1 | |
Sól | 5 | 2 | |
Rún | 6 | 13 | |
Sif | 7 | 9 | |
Lilja | 8 | 17 | |
Ýr | 9 | 20 | |
Líf | 10 | 8 |
Vinsælustu önnur eiginnöfn 2021 eftir landshlutum
Við samanburð á landshlutum má sjá hjá drengjum að nafnið Þór er vinsælast í þremur landshlutum. Hjá stúlkum er nafnið Rós vinsælast í fjórum landshlutum.
*Á Vestfjörðum er ekkert annað eiginnafn stúlkna vinsælla en annað.
Algengustu önnur eiginnöfnin
Algengustu önnur eiginnöfnin á landinu má sjá hér að neðan. Með algengustu önnur eiginnöfnin er átt við alla núlifandi Íslendinga. Fjöldatölur miðast við 27. okt 2022.
Röð | Nafn | Fjöldi |
1 | Þór | 8.278 |
2 | Örn | 4.607 |
3 | Björk | 4.184 |
4 | Ósk | 4.128 |
5 | María | 4.126 |
6 | Ingi | 3.822 |
7 | Már | 3.537 |
8 | Freyr | 3.393 |
9 | Kristín | 2.863 |
10 | Björg | 2.504 |