Fólk29. nóvember 2022

Stofnun hjúskapar/lögskilnaðar

Alls 561 einstaklingar stofnuðu til hjúskapar í Þjóðskrá í ágústmánuði og alls 84 einstaklingar fengu lögskilnað.

 

Hjúskapur

Af þeim 561 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í Þjóðskrá í ágústmánuði gengu 132 í hjúskap hjá sýslumanni eða 23,5%, 257 giftu sig í Þjóðkirkjunni eða 45,8% og 126 einstaklingar gengu í hjúskap í öðru trú- eða lífsskoðunarfélagi eða 22,5% og loks gengu 46 einstaklingar í hjúskap erlendis. Fyrstu átta mánuði ársins gengu 3.055 einstaklingar í hjúskap sem er aukning frá síðasta ári en þá gegnu 2.748 einstaklingar í hjúskap.

Skilnaðir

Alls skildu 84 einstaklingar sem eru skráðir í Þjóðskrá í ágúst sl. Þar af gengu 81 frá lögskilnaði sínum hjá sýslumanni og 3 gengu frá lögskilnaði sínum fyrir dómi. Hér má sjá lista yfir fjölda einstaklinga sem gengu í hjúskap og skildu á árunum 1990 til nóvember 2022. Vinsamlegast athugið að það eiga eftir að bætast við skráningar í september til nóvember og jafnvel fleiri mánuði. 

Þessar tölur eru byggðar á tilkynningum um lögskilnað og stofnun hjúskapar til Þjóðskrár. Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar