Fólk17. janúar 2023

Hlutfall erlendra ríkisborgara eftir sveitarfélögum og landshlutum þann 1. desember 2022

Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara sem eru með skráða búsetu hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2022. Hlutfall erlendra ríkisborgara er afar breytilegt milli sveitarfélaga eða frá rúmum 57% niður í 2,9% þó að jafnaði sé hlutfallið um 16% þegar horft er til allra sveitarfélaga.

 

Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara sem eru með skráða búsetu hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2022.

Hlutfall erlendra ríkisborgara er afar breytilegt milli sveitarfélaga eða frá rúmum 57% niður í 2,9% þó að jafnaði sé hlutfallið um 16% þegar horft er til allra sveitarfélaga.

Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara eru í Mýrdalshreppi. Alls eru 57,7% íbúa hreppsins með erlend ríkisfang. Þann 1. desember sl. voru 508 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu í Mýrdalshreppi af alls 880 íbúum hreppsins. Næst hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Skaftárhreppi með 40,2% og Súðavíkurhreppur með 33,3% íbúa. Þess má geta að það sveitarfélag sem er með lægsta hlutfall íbúa með erlend ríkisfang er Reykhólahreppur eða um 2,9% íbúa.

Þegar horft er til landshluta þá er hæsta hlutfall íbúa með erlend ríkisfang á Suðurnesjum með 26,7% íbúa og Vestfirðir koma næst með 20,4% íbúa. Lægsta hlutfall íbúa með erlend ríkisfang er á Norðurlandi eystra með 10,1%.

Hér má sjá töflu yfir fjölda erlendra ríkisborgara eftir sveitarfélögum þann 1. desember 2022.

Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi. Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar