Fólk17. apríl 2023

Hjúskapur og lögskilnaður 2022

Árið 2022 stofnuðu 4.416 einstaklingar til hjúskapar í þjóðskrá sem er 5,1% fjölgun frá árinu áður. Flestir gengu í hjúskap í Þjóðkirkjunni, þar á eftir hjá Sýslumönnum.
1.217 gengu frá lögskilnaði sem er 9,7% lækkun frá árinu áður þegar 1.359 einstaklingar gengu frá lögskilnaði.

Þessar tölur eru byggðar á tilkynningum um lögskilnað og stofnun hjúskapar einstaklinga sem skráðir eru í Þjóðskrá. Einstaklingur getur gengið í hjúskap með öðrum einstaklingi sem er ekki með kennitölu í Þjóðskrá og telur þá sá einstaklingur ekki með í tölfræðinni.
Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimilda.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar