Af þeim 4.416 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í þjóðskrá árið 2022 gengu 39,2% í hjúskap hjá Þjóðkirkjunni, 34,9% hjá Sýslumönnum, 14,6% hjá öðrum trúfélögum og 11,3% annarsstaðar.
Meðalaldur einstaklinga sem gengu í hjúskap var 38,2 ár
Fjöldi og samanburður við árið á undan
Tegund |
2022 |
2021 |
Breyting |
Þjóðkirkjan |
1.733 |
1.534 |
|
Sýslumaður |
1.539 |
1.482 |
|
Önnur trúfélög |
645 |
490 |
|
Annað |
499 |
682 |
|
Samtals: |
4.416 |
4.192 |
|
Samanburður milli landshluta
Þegar horft er á samanburð milli landshluta má sjá að miðað við hverja 1000 íbúa gengu flestir íbúar Austurlands í hjúskap á árinu 2022, þar á eftir íbúar Vesturlands og loks íbúar Norðurlands eystra.
Þróun eftir árum
Alls gengu 1.227 einstaklingar frá lögskilnaði sem eru skráðir í Þjóðskrá á síðasta ári. Þar af gengu 1.145 frá lögskilnaði sínum hjá sýslumanni, 54 gengu frá lögskilnaði sínum erlendis og 28 fyrir dómi.
Meðalaldur einstaklinga sem skildu var 46,2 ár
Samanburður milli landshluta
Þegar horft er á samanburð milli landshluta má sjá að miðað hverja 1000 íbúa voru flestir lögskilnaðir á Höfuðborgarsvæðinu árið 2022, þar á eftir Suðurnes og loks Suðurland.
Þróun eftir árum
Þessar tölur eru byggðar á tilkynningum um lögskilnað og stofnun hjúskapar einstaklinga sem skráðir eru í Þjóðskrá. Einstaklingur getur gengið í hjúskap með öðrum einstaklingi sem er ekki með kennitölu í Þjóðskrá og telur þá sá einstaklingur ekki með í tölfræðinni.
Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimilda.