Flottur hópur fulltrúa úr tæknihópi Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) er nú staddur hér á landi.
Fulltrúar 15 þjóðríkja sitja fundinn, ásamt fulltrúum frá 5 alþjóðastofnunum: Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Alþjóða flugmálastofnunin (ICAO), Alþjóðasamband flugfélaga (IATA), Alþjóðlega staðlastofnunin (ISO) og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (OECE). Fleiri þátttakendur taka einnig þátt í fjarfundi.
Efni fundarins er tæknileg þróun ferðaskilríkja og er meðal annars fjallað um stafræn ferðaskilríki, sem eru í raun vegabréf í síma eða snjalltæki og þróun nafnskírteina sem ferðaskilríkja.
Frumvarp um ný nafnskírteini er nú til umfjöllunar hjá Alþingi.
Þjóðskrá tekur virkan þátt í þessu starfi til að hafa áhrif á framtíðarkröfur til ferðaskilríkja og vera betur í stakk búin að innleiða þær vel og tímanlega.
Það eru spennandi tímar framundan.
Hér má sjá þennan flotta hóp